Stofnfundur Félags sumarhúsaeigenda í Berjamóa
fimmtudaginn 14. mars 2013
fimmtudaginn 14. mars 2013
Guðmundur Eiríksson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna og útskýrði tilgang fundarins. Fundarstjóri var kosinn Guðmundur Gíslason og tók hann við fundarstjórn og las upp tillögu að samþykktum fyrir félagið sem var síðan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Næst var kosið í stjórn félagsins og voru eftirtaldir kosnir:
Næst var kosið í stjórn félagsins og voru eftirtaldir kosnir:
Guðmundur Eiríksson lóð 10 formaður
Ólafur Magnússon lóð 17 gjaldkeri
Tinna Rut Njálsdóttir lóð 12 ritari
Guðmundur Gíslason lóð 7 og Þorvarður Jónsson lóð 12 meðstjórnendur
Jón Sigurpáll Salvarsson lóð 22 varamaður
Gerð var tillaga um að árgjald félagsins væri kr. 10.000 og var hún samþykkt.
Guðmundur Eiríksson tók að sér að sjá um að þinglýsa samþykktum félagsins á lóðirnar eins og sagt er til um í lögum um frístundabyggð.
Fleira var ekki tekið fyrir og var fundi slitið um kl. 21
Guðmundur Eiríksson tók að sér að sjá um að þinglýsa samþykktum félagsins á lóðirnar eins og sagt er til um í lögum um frístundabyggð.
Fleira var ekki tekið fyrir og var fundi slitið um kl. 21