Go to content

Fundargerð aðalfundar 2016 - Berjamói heimasíða

Félag lóðaeigenda Berjamóa
Skip menu
Berjamói
Skip menu
Skip menu
Aðalfundur Berjamóa 2016
Haldinn að Minni Borgum Grímsnesi
5. júní 2016 kl. 14.00

Mættir voru á fundinn:
Guðmundur Á. Eiríksson, lóð 10
Guðmundur Gíslason, lóð 7
ólafur Magnússon, lóð 17
Tinna Rut Njálsdóttir, lóð 12
Jón Þórðarsson, lóð 22

Fundarstjóri Guðmundur Ásgeir.
Lesin síðasta fundargerð, hún samþykkt.
Guðmundur flutti skýrslu stjórnar og Ólafur lagði fram ársreikninga félagsins
og voru þeir samþykktir án athugasemda.
Stjórnin lagði fram framkvæmdaáætlun fyrir árið 2016 - 2017, þar sem áætlað er meðal annars að
halda áfram með vegaframkvæmdir, lagfæra girðingu og efra hlið.
Framkvæmdaáætlunin var samþykkt.
Ákveðið var að halda hina árlegu grillveislu 16. júlí og verður hún haldin að Sólbakka hjá
Ellý og Guðmundi (lóð 10) og hefst kl. 14.30 með gróðursetningu á sameiginlega svæðinu að venju en
grillað um kl. 16.00.
Ákveðið var að kaupa Aspir og útvega húsdýra áburð fyrir hátíðina.
Fleira var ekki tekið fyrir og var fundi slitið kl. 15.00

Tinna Rut Njálsdóttir, ritari
Back to content