Fundargerð aðalfundar 16. maí 2015
Formaður bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn.
Fundarstjóri Guðmundur Gíslason og ritari Tinna Njálsdóttir.
Fundargerð framhaldsaðalfundar samþykkt.
Guðmundur Eiríksson formaður félagsins lagði fram skýrslu stjórnar og var hún samþykkt.
Ólafur Magnússon gjaldkeri lagði fram ársreikninga félagsins. Nokkur umræða skapaðist um útistandandi skuldir þar sem einn aðili með tvær lóðir skuldar árgjald fyrir árið 2013, var fundurinn samþykkur því að setja þetta í innheimtu. Voru síðan reikningarnir samþykktir.
Þá fór fram kosning formans og var Guðmundur Á. Eiríksson valin til næstu tveggja ára.
Kosning stjórnar: Stjórnin situr eins áfram nema Íris Kristmundsdóttir kemur í stjórnina sem meðstjórnandi í stað Jóns Salvarssonar.
Tillaga frá stjórn um að árgjöld verði áfram kr. 15.000 á ári fyrir lóð þar til aðalfundur ákveður annað var samþykkt.
Tillaga frá stjórn um vegaframkvæmdir var samþykkt, aðalfundur felur stjórn að vinna framkvæmd málsins.
Tillaga frá stjórn um gróðursetningar , var samþykkt með breytingum.
Önnur mál:
Rætt var um að gaman væri að hafa FB síðu fyrir félagið þar sem fólk gæti haft samskipti á góðum nótum og ætlarGuðmundur Eiríksson að stofna FaceBook síðu fyrir félagið.
Þá kom fram hugmynd um hvort ekki væri hægt að fá verktaka til að tæta gróðurræmur og kartöflugarða fyrir þá sem vildu. Haft var samband við Óla á Svínavatni og var ákveðið að hann mætti kl. 14.00 næsta laugardag (23.maí) og tætti fyrir þá sem vildu einnig væri hann til viðtals um frekari framkvæmdir sem menn hyggðu á í vor.
Ákveðið var að stefna því að halda sumarhátíðina laugardaginn 18. júlí n.k. og myndum hefja leik kl.12.30.
Ekki var fleira tekið fyrir á fundinum.
Formaður sleit fundi kl. 15.00