Fundarg. aðalfundar 2025
Aðalfundur – Lóðareigenda Berjamóa
Fundur var settur kl. 16:00 þann 13.7.2025
Dagskrá var send út þann 29.6.2025 og var fundur því löglega boðaður. Mæting var góð eða um 15 aðilar men 16 hluti á bakvið sig þannig að fundurinn var löglegur en nægjanlegt er að 7 eigendur mæti.
Dagskrá fundar:
Guðmundur Eiríksson, formaður, fór yfir dagkrá fundarins og var hún eftirfarandi:
Guðmundur Eiríksson, formaður var kosinn fundarstjóri og Emil Einarsson fundarritari.
Formaður las upp skýrslu stjórnar fyrir síðasta ár og var hún einróma samþykkt.
Ólafur Magnússon, gjaldkeri fór yfir reikninga ársins og voru þeir einróma samþykktir.
Tillaga var að breytingu á stjórn fyrir næsta ár þannig að núverandi formaður, Guðmundur Eiríksson, verður ritari og Emil Einarsson verður formaður. Aðrir stjórnarmeðlimir eru þeir sömu þ.e. Ólafur Magnússon, gjaldkeri og Guðmundur Gíslason, meðstjórnandi. Þessi tillaga var einróma samþykkt
Lögð var fram tillage um hækkur árgjalds úr kr. 15.000 í kr. 20.000 frá og með næsta ári. Núverandi árgjald hefur verið óbreytt frá árinu 2014. Hækkun var einróma samþykkt.
Lögð var fram tillaga um að stjórn kanni kostnað við uppsetningu rafmagnshliðs. Hér er tillaga sem nær eingöngu til könnunar á kostnaðarliðum við slíka framkvæmd. Niðurstaðan verður kynnt á næsta aðalfundi en eitt af hlutverkum félagsins er að tryggja öryggi á svæðinu. Samþykkt var að þessi könnun verði framkvæmd af stjórninni.
Rætt var um fyrirkomulag snjómoksturs á svæðinu. Ekkert fast fyrirkomulag hefur verið með slíkan snjómokstur og getur það gert eigendum sem eru á svæðinu þegar snjóar frekar erfitt fyrir að komast leiðar sinnar. Tillaga var um að nýta Facebook félagsins betur með tilkynningar um hverjir eru á svæðinu á hverjum tíma þannig að aðilar geta sammælst um mokstur. Stjórnin mun útfæra þetta nánar og kynna síðar á facebook síðu félgasins.
Engin formleg atriði voru undir liðnum “önnur mál” hins vegar var rætt um mikilvægi þess að þar sem byggingarframkvæmdir eru að passað sé upp á að ekki fjúki drasl af byggingarstað um allt svæðið. Að öðru leyti létu eigendur í ljós almenna ánægju með umhverfið og staðhætti og metnað til að hafa sumarhús í góðu lagi og ekki með langan byggingartíma.
Fundi var slitið kl. 16:45.
Mætt voru:
• Ivan Mladenovic lóð nr 18
• Björk Þorleifsdóttir lóð 13 og 4
• Lára Marta Fleckenstein lóð 2
• Ólafur Magnússon lóð 17
• Pétur Pétursson, umboð fyrir lóð 5
• Elínborg Halldórsdóttir lóð 10
• Sigríður Guðjónsdóttir lóð 7
• Jón Magnússon lóð 6-9-11
• Hörður Jónsson
• Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, lóð 14 og 21
• Bas Let lóð 20
• Guðmundur Gíslaslon lóð 7
• Emil Einarsson lóð 12
• Halla Þórisdóttir lóð 12
• Guðmundur Eiríksson lóð 10
Hjálagt,
• Reikningar félagsins og skýrsla stjórnar