Go to content

Fundargerð framh. aðalfundar - Berjamói heimasíða

Félag lóðaeigenda Berjamóa
Skip menu
Berjamói
Skip menu
Skip menu
Framhalds aðalfundur 7. júní 2014 kl.17.00

Fundargerð

Fundargerð síðasta fundar lesin upp og samþykkt

Formaður flutti skýrslu stjórnar.

Reikningar lagðir fram og þeir samþykktir.

Tillaga um að reikningsár félagsins miðaðist við aðalfund var samþykkt.

Tillaga um að hækka árgjöld í kr. 15.000 vegna vegabóta var samþykkt.

Samþykkt var að fara í vegabætur, keypt yrðu 10 hlöss til að laga veg frá hliði eins
og efnið dugar út að beygju.

Tillaga kom fram um að láta útbúa skilti með nafninu Berjamói og setja við hliðið,
tillagan samþykkt, málið lagt í hendur gjaldkera.

Ákveðið var að hin árlega grillveisla skildi haldin 19. júlí n.k. og að félagið fjárfesti í
trjáplöntum (Aspir) til að setja niður á sameiginlegu svæði fyrir grillveisluna.

Ekki var fleira tekið fyrir á fundinum og var honum slitið kl. 18.30.

Á fundinn mættu fulltrúar frá lóðum 7, 8, 9, 10, 11, 12 og 17.

Ritari
Back to content